Lög

Hjólabræður

Lög

1.gr. Nafn.
Nafn félagsins er Hjólabræður

2.gr. Merki.
Merki og nafn félagsins er áletrað nafni félagsins og með mynd. Taumerki skalvera með númeri félagsmanns og skal borið á vinstri öxl. Merkið er eignfélagsins. Númeri skal ekki endurúthlutað þó félagsmaður hætti
 eða falli frá.

3.gr. Heimili.
Heimili félagsins og varnarþing skal vera í Reykjavík

4.gr. Tilgangur.
Tilgangur félagsins er að koma á sem víðtækustu samstarfi bifhjólafólks.
Stuðla að bættri umferðarmenningu með góðu fordæmi. 
Sjá um rekstur á félagsaðstöðu, 
hjóla saman, skemmta sér og öðrum.

5.gr. Inntaka.
Allar umsóknir til inntöku skulu skoðaðar af stjórn félagsins á hverjum tíma.Inntökuskilyrði í félagið eru að:
1. Umsækjandi í Hjólabræður skulu hafa mikinn áhuga á bifhjólum.
2. Umsækjandi hafi greitt fullt inntökugjald sem er óendurkræft.
Innifalið er afnot af merki félagsins.

3.umsækjandi þarf að leggja fram ökuskírteini tilstaðfestingar   

6.gr. Brottvísanir.
Hægt er að vísa einstaklingi úr félaginu hafi hann sýnt að hann sé ekki fullfær
 um að bera merki félagsins. Til þess þurfa þrír fullgildir meðlimir aðleggja
fram skriflega, rökstudda kæruna til stjórnar. Stjórn hefur úrslitavaldvarðandi meðferð brottvísana verði hún samþykkt ber viðkomandi að skila innmerki félagsins.

7.gr. Gjöld.
Rekstur félagsins skalfjármagnaður með félagsgjöldum og öðrum fjáröflunum.  Aðalfundur ákveður félagsgjöld fyrir ár hvert.Félagsgjöld skulu staðgreidd.
Hætti félagi í félaginu ber honum að greiða félagsgjöld í 3 mánuði frá úrsögn.


8.gr. Sjóður.
Tekjur renna í sjóð félagsins og skal honum varið í rekstur og önnurtilfallandi
verkerfi félagsins.
Reiknisáriðer almanaksárið. Engin félagi hefur tilkall til hluta af sjóðnum þótt hann hverfi úrfélagsskapnum eða honum sé slitið.

9.gr. Útgáfa.
Stjórn klúbbsins heldur úti heimasíðu www.hjolabraedur.com þar er hægt að finna
 ýmsan fróðleik og gagnlegar upplýsingar.


10.gr. Um aðalfund.
Aðalfundur skal haldinn fyrsta föstudag í febrúar ár hvert eða sem næst honum. Skal þar taka fyrir venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Stjórn boðar til aðalfundar með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara með tölvupósti, auglýsingu á heimasíðu. Eintak af niðurstöðum endurskoðaðra ársreikninga skal liggja fyrir á aðalfundi. Fundargerð aðalfundar skal birt í félagsaðstöðu félagsins eins fljótt og auðið er. Aðalfundur er því aðeins löglegur sé löglega til hans boðað.


11.gr. Aðalfundur.
Rétt til setu á aðalfundihafa allir félagar:  Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis skuldlausirfélagar.Engin getur kosið í umboði annars félaga. Á aðalfundi skulu
 tekin fyrir þessi mál:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs
3. Stjórn leggur fram reikninga liðins árs
4. Lagabreytingar samkvæmt 13.gr. laga félagsins.
5. Kosning stjórnar og skoðunarmanna samkvæmt
6. Kosning nefnda samkvæmt 14.gr. laga félagsins.
7. Önnur mál

12.gr. laga félagsins

12.gr.
Í stjórn félagsins skulukosnir 5 einstaklingar og tveir til vara. Stjórn skal skipuð formanni,varaformanni, gjaldkera, tveimur meðstjórnendum og tveimur varamönnum. Kosiðskal í embætti formanns, varaformanns, gjaldkera og
tveggja meðstjórnenda. Einnig skal kjósa tvo varamenn í stjórn.
Kosningu hljóta þeir er flest atkvæði fá. Að auki skal kjósa tvo
skoðunarmenn reikninga ásamt varamanni.
Verði atkvæði jöfn sker hlutkesti úr.


13.gr. Lagabreytingar.
Lagabreytingar má aðeins leggja fram til samþykktar á aðalfundi enda hafi
þeirra verið getið í fundarboði. Ná þær aðeins fram að ganga að 3/4 hlutar
 mættra fullgildra félaga séu þeim samþykkir. Séu þær feldar og bornar uppsamhljóða eða efnisbreytingarlaust á næsta aðalfundi þar á eftir ná þær aðeinssamþykki með 2/3 hluta atkvæða mættra fullgildra félaga.
Tillögur til lagabreytinga skal senda stjórn eigi síðar en þrjátíu dögum
fyrir aðalfund. Allar þær lagabreytingar sem stjórn hafa borist skal senda meðaðalfundarboði til félaga félagsins.

14.gr. Nefndir.
Á aðalfundi félagsins skal kjósa í nefndir á vegum félagsins, enn fremur skiparstjórn í nefndir eftir þörfum. Hver nefnd skal skipa sér einn fulltrúa sem ertengiliður við stjórn. Verksvið nefndanna vísast til nafns þeirra og skulu þær
 starfa eftir bestu getu og hafa hagsmuni félagsmanna og bifhjólafólks að
 leiðarljósi. Engin nefnd getur farið út í framkvæmdir og verk án
samþykkis stjórnar, sem þýðir að engin nefnd getur eytt peningum
félagsins eða tíma félagsmanna nema stjórnin hafi samþykkt það fyrst.

15.gr. Stjórn.
Stjórn skiptir með sér verkum. Formaður boðar til stjórnarfunda ef þörf
krefur eða tveir stjórnarmeðlimir óska þess enda hafi þeir áður gert greinfyrir fundarefni. Tryggt skal að stjórn geti komið saman með stuttum fyrirvara.
Taki varaformaður stjórnar við sæti formanns skal stjórn skipa nýjanvaraformann. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum, þó er ályktun þvíaðeins
 lögleg að þrír stjórnarmenn hið fæsta samþykki hana. Stjórn hefur á hendisér
allar framkvæmdir milli aðalfunda, hefur eftirlit með nefndum og kemur
fram fyrir hönd félagsins.

16.gr. Aukaaðalfundur.
Stjórn kveður til aukaaðalfundar þegar þess er þörf eða a.m.k. 1/5 hlutifullgildra
félaga félagsins óski þess enda geri þeir áður grein fyrir fundarefni. Til
aukaaðalfundar skal boða skriflega með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara.

17.gr. Slit.
Félaginu verður aðeins slitið á aðalfundi og til þess þarf samþykki 3/4 hlutamætra
fullgildra félaga. Fundur sá er félaginu slítur ráðstafar eigum þess tillíknarmála.

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi þann 20.Janúar 2009.
 Breytingar voru samþykktar á aðalfundi þann 3.Febrúar 2017.

Fyrir hönd stjórnar

Þorleifur Bjarnason, Ritari.

Flettingar í dag: 297
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 500
Gestir í gær: 161
Samtals flettingar: 1756232
Samtals gestir: 178223
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 17:02:11