Lím 
LÍM Landssamband Íslenskra Mótorhjólaklúbba.
 
Grundvallarreglur og lög LÍM.

LÍM er samráðsvettvangur mótorhjólaklúbba á Íslandi.

LÍM eflir samskipti milli klúbba og er stuðningsaðili við hagsmunamál bifhjólamanna.

Öllum mótorhjólaklúbbum er uppfylla neðangreind skilyrði er heimild aðild að LÍM:
1)  Lágmark félaga í klúbb er 5 meðlimir.
2)  Klúbbur hafi merki og/eða kennitölu.
3)  Inngönguklúbbur skal taka tillit til þeirra klúbba sem fyrir eru í LÍM.
4)  Klúbburinn skal hafa kynnt sér hvað LÍM stendur fyrir.


Fundarsköp LÍM.
1.  Kosinn skal yfirfundarstjóri.
2.  Kosinn skal yfirritari.
3.  Þeir halda utan um fundarhald og hægt er að skipta þeim út með 2/3 athvæða.
Yfirfundarstjóri og yfirritari skulu bera ábyrgð á eftirfarandi:
1)  Boða til funda.
2)  Finna húsnæði fyrir fundi.
3)  Sjá um kosningu um fundarstjóra fyrir hvern fund.
4)  Sjá um kosnigu um ritara fyrir hvern fund.
5)  Halda utan um fundargerðarbók.

Til samþykktar stuðnings við verkefni sem lagt er fyrir fund þarf 2/3 atkvæða mættra fulltrúa klúbba á fundinum.

1 Klúbbur = 1 atkvæði.


Fundir skulu haldnir að lágmariki ársfjórðungslega. Fundarboð og fundarefni skulu berast klúbbunum með a.m.k. 2 vikna fyrirvara.
Önnur mál sem kunna að koma upp á fundi skuli skráð og verði tekin fyrir á næsta fundi.

Fundargerðir funda skulu sendar til formanna klúbbanna.
 
LÍM skal halda úti vefsíðu með upplýsingum og fræðsluefni um mótorhjólaklúbba o.fl.

Talsmaður LÍM skal kosin með 2/3 atkvæða og er hlutverk hans að tjá sig um þau mál sem LÍM hefur samþykkt að veita stuðning.
Talsmaður LÍM þarf að hafa 2/3 stuðning, hægt er að bera upp breytingartillögu á talsmanni á öllum fundum.
Flettingar í dag: 306
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 500
Gestir í gær: 161
Samtals flettingar: 1756241
Samtals gestir: 178223
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 17:24:24