Að kaupa notað hjól

 

Að kaupa notað hjól er oft vanda verk, og ef þú hefur ekki aðgang að aðilum sem hafa kunnáttu til að leggja mat sitt á gripinn er úr vöndu að ráða. því það er nú einu sinni þannig að þú ert sennilega að eyða öllum seðlunum úr veskinu
Hér eru 20 atriði sem hafa þarf í huga þegar keypt er notað hjól.  
 
1. Útlit Upprunalegt lakk, límmiðar, og púst. Veistu hvernig "upprunalegt" lítur út? Breytingar eru oft flottar, en sjaldnast til að hækka hjólin í verði. Hjól sem eru rauð eða svört eru oft seljanlegri en aðrir litir. Ef hjólið kemur t.d með öðru pústi en upprunalega, spyrjið þá seljandann hvort hann eigi upprunalega dótið, og hvort það fylgi ekki með. það eykur verðmæti hjólsins. Leitaðu eftir "meini". Ryð í járnhlutum, tæring í áli, gulnað plast, sprungur í lakki. Stattu beint fyrir aftan hjólið og horfðu eftir því í beinni línu - er samræmi í vindhlífum miðað við stýri og grind? Ef ekki, þá hefur það líklegast lent í slysi og hefur ekki verið sómasamlega lagað aftur. Er sjáanlegan litamismun að finna á hjólinu?
 
2. Passar það fyrir þig: Þetta er góður tími til að setjast á hjólið sem þú ert að spá í og máta. Passar það? Nærðu vel til jarðar? Finnst þér þægilegt að sitja það? Geturðu tekið það af standaranum og sett hann á aftur? Ræðurðu vel við kúpplingu og bremsu? Geturðu stillt það fyrir þig?
 
3. Veðbönd: Eru veðbönd á hjólinu, og ef svo er hversu mikið, og borgar sig að taka yfir skuldina?
 
4. Rétt númer: Eru grinder og vélanúmer rétt. Það hafa t.d komið upp mál erlendis að eldri árg, af hjólum hafa verið með velar úr minni hjólum.. t.d. gsxr 1100 með motor úr gsxr 750. o.s.frv.
 
5. Þjónustusaga: Ef það hefur sögu, þá er það til hækkunar á verði. Leitaðu eftir stimlun frá umboðsaðila, og einnig er gott að fá skráningu sem eigandi hefur haldið.
 
6. Enn í ábyrgð: Ábyrgðir eru peninga virði, svo lengi sem þjónustu hefur verið sinnt samkvæmt skilmálum umboðsaðila, þar sem annars ábygðin fellur út.  
 
7. Settu í gang. (kalt.): Settu höndina á mótorinn, og vertu fullviss að vélin sé köld. Biddu eigandann um að setja í gang, Startkaplar, "sérstök" tækni og ótakmörkuð not af blótsyrðum er ekki til verðhækkunar!! Ef hjólið er heitt þegar þú kemur á staðinn, er ástæða til að efast.  
 
8. Gangur velar. (meðan það hitnar) Vél ætti að ganga vel meðan hjólið hitnar, Leyfðu því að ganga í 5 mínútur og dreptu svo á því.  
 
9. Settu í gang (Heitt) Startaðu hjólinu.. það ætti að fara í gang í fyrsta starti! (engar afsakanir!!)  
 
10. Gangur vélar (Heitt) Nú ættir þú að geta gefið hjólinu inn og svörun góð! Gefðu því rólega upp í um 60% af heildarsnúning, slepptu gjöfinni og snúningur ætti að detta niður í lausagang strax. (venjulega 700-1100 rpm). Taktu í kúpplinguna, er hún eðlileg? Fer hjólið í gír viðstöðulaust??  
 
11. Dekk: Athugaðu dekkin vel. Eru sprungur, (Dekk gömul og morkin.) athugaðu skurði og djúpar rispur. Mældu dýpt minsturs. Skoðaðu dekkið allan hringinn!  
 
12. Keðja og tannhjól. Skoðaðu afturtannhjólið, ef tennur þess mjókka upp og eru jafnvel snúnar, er þörf á að skipta um það, öllu jafna er keðja þá ónýt líka. Slaki á keðju skal vera 4-6 cm og er mældur miðja vegu milli motors og afturhjóls.  
 
13. Stýri. Ef hjólið er með miðjustandara, settu það á hann og láttu framhjólið fríhjóla, beygðu til hægri og vinstri, þetta á að vera viðstöðulaust og "mjúkt". ath. Kaplar frá stjórntækjum gætu haft áhrif, ef það er stíft yst, en losnar um þegar farið er yfir miðju, þá eru farnar stýrislegur. (ef hjólið hefur ekki miðjustandara, renndu hjólinu fram meðan þú gerir þetta.)  
 
14. Bremsur. Athugaðu bremsur, þar sem flest hjól eru með diskabremsur er það auðvelt. Þú horfir með disknum þar sem dælan liggur við og þá sérðu klossana, það verður að vera lágmark 2mm eftir af slitefni á klossunum. Djúpar rispur á disk er mjög neikvætt!! Bremsuskálar er erfiðara að dæma, þó eru sumar skálar með merki sem segir til um hvenær borðar eru búnir.  
 
15. Rafmagn. Athugaðu öll ljós, stefnuljós, há og lág, bremsu og aðalljós og einnig flautu.. gerðu þetta með vél í gangi. Þetta á allt að virka, engar undantekningar.  
 
16. hleðsla. Settu höndina fyrir framan framljósið. Þegar þú gefur hjólinu inn þá ættirðu að sjá svolitla birtuaukningu. Sum hjól eru einnig með hleðslumælir.  
 
17. Púst: Athugaðu hvort þú sjáir ryð einhversstaðar, þá sérstaklega að neðan, og einnig þeirri hlið sem snýr að hjólinu. Hlustaðu eftir skrölti í pústinu þegar hjólinu er gefið.  
 
18. krass tékk. Skoðaðu enda á bremsu/kúpplingshandfangi, enda á fótpetulum, neðan á pústi og fleiri staði sem first myndu lenda í jörðinni við krass.  
 
19. Leki á motor. Leitaðu eftir leka á motor, smávægilegt smit við vetlalokspakkningu (efst) er ekkert stórvægilegt, olía eða feiti við framtannhjól er sennilega "áhugasamur keðjusmyrjari".. Grænn vökvi sem lekur frá motor er kælivökvi, mjög neikvætt!  
 
20. Fjöðrun. Láttu hjólið fjaðra eins og þú getur með handafli. Leki - Smit bendir til þess að yfirfara þarf dempara. (ekki fyrir óvana að framkvæma.)
 
Þessi listi er ekki tæmandi og því besta sem þú gerir að að fá einhvern vanan með þér að skoða hjólið.

 


Flettingar í dag: 297
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 500
Gestir í gær: 161
Samtals flettingar: 1756232
Samtals gestir: 178223
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 17:02:11